23.9.2016 | 14:56
Ekki von á breytingum!
Í þingsal mátti í gær heyra tvær raddir. Annarsvegar rödd Ásmundar Friðrikssonar sem virðist sem betur fer vera með báðar lappir á jörðinni og hefur áhyggjur af afkomu aldraðra og hinsvegar tunglgöngumanneskjunni Birgittu Jónsdóttur sem sagði að Ásmundur ætti að skammast sín fyrir að hafa aldraða í huga. Er nema von að fólk sé áhyggjufullt um það sem verður að kosningum loknum ef þetta fólk sem segir öðrum að skammast sín þegar því ofbýður ofgnóttin þegar eitthvað fólk utan úr heimi á í hlut, en virðist vera fjárans sama um gamalt fólk og öryrkja ef það er af sama þjóðerni og það er sjálft. Fyrirgefið mér sýndist vera glæta við sjóndeildarhring þegar Píratar hófu upp raust sína. Sú blika er af öðru sprottin. Nú reka Píratar hvorn annann á hol bara fyrir að hafa skoðuanir sem er Birgittu ekki þóknanlegar. Hvað er unnið?
Skammastu þín! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki dytti mér til hugar að kjósa flokk sem hefur sjálfhverfa krata eins og Birgittu Jónsdóttur innanborðs. Pólítísk viðrini eins og Birgitta troða sér inn í all flokka með svikum og falsi.
Þegar ég kaus Borgarahreyfinguna árið 2009, þá datt mér ekki til hugar að ég hefði stuðlað að því að þrír svikarar kæmust á þing.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 17:25
Auk þess er það tómt bull að líkja saman andúð á róttækum múslímum og gyðingum á stríðsárunum. Gyðingar voru ofsóttir og þeim útrýmt í Þriðja ríkinu og það er smánarblettur á Íslendingum að hafa sent þá úr landi og beint í dauðann. Það er enginn sem ofsækir múslímana, þvert á móti. Það á ekki að veita hæli ungum karlmönnum sem ættu að berjast gegn IS í staðinn fyrir að hlaupa burt eins og hræddar kanínur. 70% af þeim hælisleitendum sem ferðast gegnum Evrópu falla í þann hóp.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 17:51
Allir sem eru sammála Ásmundi um að það þurfi að skoða þessi innflytjendamál eru að gleyma því að flokkurinn hans Ásmundar og allir hans kjósendur bera sameiginlega ábyrgð á því hvernig komið er fyrir mörgum öldruðum og öryrkjum í landinu. Og spillingunni og óheiðarleikanum sem er landlægur andskoti. Það er mjög ómerkilegt af manni í hans stöðu að þykjast allt í einu bera hag fátækra fyrir brjósti, og mér verður hreinlega illt við tilhugsunina um að hann fái að komast upp með það, þvílík skömm! Að vísu finnst mér mjög lágkúrulegt líka af Steingrími og Birgittu að bregðast svona við þessari umræðu í stað þess að benda á firringuna sem er í gangi þegar göltur einsog Ásmundur fær að gjamma svona einsog honum sé ekki fullkomlega SKÍTsama um fátækt fólk eða aðra sem glíma við óréttlæti og vanda. Hann gengur erinda spilltra, hárra herra - þeir sem geta afneitað því og tekið undir með honum um svikna bótaþega eru ekki í lagi, sorrí. Gleymum ekki hverjir bera ábyrgðina á ástandinu og óréttlætinu í þessu landi! Reyndar sér maður samt engan þarna á Alþingi sem myndi í raun og veru hjálpa fátæku, heiðarlegu fólki eitthvað, en það eru samt ekki allir eins forhertir og sjallar þegar kemur að því að þykjast.
halkatla, 23.9.2016 kl. 18:46
Þarna í endann átti sko að standa "fátæku, heiðarlegu, íslensku fólki" - það er sko ekki sama séra Jón og mullah Achmed ;)
halkatla, 23.9.2016 kl. 18:49
Já, Halkatla, það er samkeppni um það hvaða flokkur geti hræsnað mest. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er auðvitað flokkur hinna efnuðu, og ef Ásmundur ber í raun og veru hag láglaunafólks og lífeyrisþega fyrir brjósti, þá er hann í röngum flokki. Vandamálið er, að öllum þingmönnum þeirra sex flokka sem nú eru á þingi og þeirra sex flokka sem verða á þingi eftir kosningar er svo innilega skítsama um kjör láglaunafólks. Þeir hafa jafn mikinn áhuga á högum láglaunafólks og þeir hafa áhuga á slæmri lungnabólgu. Þetta sýndi vinstristjórnin svo eftirminnilega og þetta munu Píratar og Viðreisn sýna ef þeir verða í stjórn saman eftir kosnigarnar. Svo að hvert á Ásmundur að fara?
Frosti Sigurjónsson áttaði sig á að flestallir þingmenn eru skítseyði og gafst upp. Það þarf að gera (óblóðuga) byltingu hér á landi, því að það hefur aldrei verið gert áður. Því að helmingur almennings annað hvort er að hagnast beint eða óbeint á þeirri rótgrónu spillingu sem hefur þrifizt vel hér á landi sl. 65 ár meðan hinn helmingurinn er passíft að vonast í vanmætti sínum eftir því að einhverjir molar falli af borðunum. Menn eru að kvarta sitt í hverju horninu, samheldnin er engin, sundrungin algjör og kjaftagangurinn í hámarki. Þetta skilar engu. Þjóð, sem þorir engu, fær heldur ekki neitt.
Pétur D. (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.